Fyrirlestrar

Ragga er reyndur fyrirlesari og hefur komið víða við á ferlinum síðustu tvo áratugina:

„Við Ragnheiður höfum í liðlega áratug verið í gefandi samstarfi um fjölbreytt fyrirlestrahald þar sem hef starfað. Fyrst hjá Skýrr og Advania og síðar hjá Odda, Þrótti og fleirum. Ragga er eldklár, eiturflink og stórskemmtilegur hafsjór fróðeiks og yfirgripsmikillar þekkingar á hinum láréttu fræðum ástar, kynlífs og samlífs. Sniðugasti vinnustaðafyrirlesari landsins og alltaf stórkostleg í uppistandi þegar hún fær lausan tauminn.“
Stefán Hrafn Hagalín, markaðsstjóri

„Ragga er ekki bara fræðandi og hlý, heldur súperfyndin. Hún hrífur ólíklegasta fólk með sér og snýr alla niður með einlægni. Ég mæli með fyrirlestrunum hennar.“
Margrét Erla Maack, fjöllistakona
 
„Ragga Eiríks er merkilegur brautryðjandi í umræðunni um kynlíf á Íslandi.  Hún er hrífandi fyrirlesari sem hristir upp í gömlum kreddufullum hugmyndum, er vel að sér, blátt áfram víðsýn og frjálslynd.“
Ásdís Olsen, mindfulness kennari

„Ragga er einstaklega skemmtileg, einlæg hlý og góð og sönn. Hún gerir mál sem sumum finnst vandræðaleg skemmtileg og áhugaverð.“
Gísli B. Ívarsson, Rotary

„Ragga er líflegur og skemmtilegur fyrirlesari. Kvöldstund með henni um konur og kynlíf líður mér seint úr minni. Við vinnufélagarnir vissum ekki á hverju við áttum von. Fróðleikur, viska, húmor og hlýja. Við skemmtum okkur vel og fórum margs vísari heim. Daginn eftir höfðu margir samband, voru búnir að heyra hve frábært þetta var og spurðu hvort þetta yrði ekki örugglega endurtekið.“
Ragnhildur Vigfúsdóttir, Landsvirkjun

„Ég fór á fyrirlestur hjá Röggu um konur og kynlíf. Hún skapaði afslappaða og góða stemmningu, notaði húmor óspart án þess þó að það kæmi niður á fræðslugildinu. Það er passað að hafa hópinn ekki of stóran sem auðveldar allar umræður. Mæli klárlega með námskeiði hjá henni!“
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, sálfræðingur

„Við fengum Röggu til að vera með smá fræðsluerindi um kynlíf. Á sinn heillandi og hressa hátt sló hún í gegn og við áttum skemmtilega og ekki síður fræðandi stund saman. Það er svo gott að vita að það er til kona sem er með faglegan grunn, áhuga og reynslu sem er tilbúin að tala svona opinskátt um kynlíf og hluti sem flesta langar að vita en þora ekki að spyrja um. Ragga er svo  opin og einlæg að hún hrífur alla með sér.“
Sylvía Gústafsdóttir, kennari og lýðheilsufræðingur

Hér eru nokkur dæmi um fyrirlestra sem hægt er að bóka hjá Röggu:

Mojo á miðjum aldri - Þessi er sérsniðinn fyrir konur á besta aldri sem ætla að halda áfram að njóta lífsins. Ragga fjallar um leyndardóma gyðjusvæðisins sem býr innra með hverri konu (oft kallað G-bletturinn), sjálfsöryggi og kynþokka hinnar þroskuðu konu. 

 

Kyn og kynhneigð í breyttum heimi - Finnst þér heimurinn pínu ruglingslegur þessa dagana þegar rætt er um kyn og kynhneigð, kynvitund og skyld málefni? Ragga kemur hér til bjargar og veitir yfirlit sem upplýsir, fræðir og varpar ljósi á það sem nútímafólk ætti að kynna sér í heimi þar sem tvíhyggjan er á undanhaldi. Húrra fyrir allskonar!

BDSM fyrir byrjendur - Hvað er þetta BDSM sem allir eru að tala um? Hvernig stendur á því að sumir njóta þess að láta tukta sig til eða tjóðra í rúminu? Ragga útskýrir þetta allt og meira til, og ýmislegt kann að koma áheyrendum á óvart. Fyrirlestur fyrir þá sem vilja víkka sjóndeildarhringinn og vera með í umræðunni.

 

Djúpir dalir og blautar lautir - Allt um píkur. Fyrirlestur sem inniheldur alls konar fróðleik um píkur, hvernig þær virka, hvernig þær geta litið út og hvernig er hægt að sinna þeim sem allra best. Þessi fyrirlestur er fyrir allt áhugafólk um píkur - hvort sem það er með eina slíka milli fóta sinna eða ekki.

 

Öðruvísi sambönd - Getum við ekki bara haft þetta einfalt? Einn plús einn samasem samband! Tjah, stundum vill fólk hafa hlutina öðruvísi. Virkar þetta einhvern tíma? Endar þetta ekki bara með ósköpum? Ragga fjallar um ýmsar tegundir opinna sambanda, swing og fjölkærleika.

 

Tinder fyrir byrjendur og forvitna - Misstir þú af Tinder-byltingunni? Ertu kannski einn af þeim harðgiftu sem hefur fengið að „kíkja aðeins“ á Tinder hjá einhleypu vinum þínum? Tinder virðist svínvirka fyrir suma, en ekki fyrir aðra. Ragga ljóstrar upp um leyndarmálin á bak við árangur á Tinder.

 

Sjálfsfróun, einföld sjálfsrækt fyrir alla - Ástarsamband okkar við okkur sjálf varir ævina á enda og þess vegna er ærin ástæða til að rækta það og gera það sem allra best. Sjálfsfróun er ein tegund sjálfsræktar sem hér um bil allir geta stundað. Ragga fjallar um kostina og ávinning þess að elska sjálfan sig reglulega.

 

Daður og kynorka á vinnustað - Flestir þekkja dæmi um vinnustaðadaður sem farið hefur úr böndunum. Margir súpa hveljur þegar tími jólaglögga rennur upp og fyrirtæki bjóða í makalaus partí. En bíðum hæg, gæti það einhvern tíma verið til góðs? Ragga fjallar um málið og veltir upp hliðum sem gætu komið á óvart.

 

Tippamyndir og terroristar - Hvers vegna velja karlmenn að senda ókunnugum konum myndir af kynfærum sínum? Eftir 5 ára dvöl á hinum alræmda kjötmarkaði og hefur Ragga skoðað þetta mál niður í kjölinn. Hvað liggur að baki sendingunum, og eiga tippamyndir einhvern tíma rétt á sér?

 

Kinký kynlíf og krakkarnir heima: hljóðlátt BDSM - Hvað gerir fólk sem á barnahrúgu en vill samt fá að njóta sín saman? Nógu erfitt getur verið að stinga inn einum og einum trúboða á stóru heimili, en á kinký fólk einhvern séns? Ragga hugsar í lausnum og kemur með góðar hugmyndir fyrir þá sem vilja rækta í sér pervertinn og koma kinki inn í hversdagslífið.

 

Samskipti og kynlíf - Hvernig er best að nálgast viðkvæm umræðuefni? Hvernig eigum við að tjá mörk okkar og þarfir? Hvað geta feimnir gert? Ragga kemur með nytsamleg ráð

 

Aftur á bak: Kynlíf eftir langt hlé - Það getur verið stressandi að hefja kynlífssamband með öðrum eftir langt hlé. Góðu fréttirnar eru þó að það er líklega aldrei of seint að skella sér aftur á bak. Í þessum fyrirlestri fjallar Ragga um að rjúfa kynlífsbindindi og hvernig kynlíf hefur alla burði til að verða betra og betra með aldrinum.

 

Ikea og erótík: Kynlíf í hversdeginum - Það þarf ekki alltaf nýjasta ofurtitrarann til að hressa aðeins upp á kynlífið. Í þessum fyrirlestri kynnir Ragga til sögunnar einföld og hversdagsleg „tæki“ sem til eru á hverju heimili og geta nýst sem fyrirtaks krydd í kynlífið. Einnig er rætt um hlutverkaleiki og ýmsar einfaldar leiðir til að halda glæðunum gangandi.

 

Stóra kynlífsspurningakeppnin - Frábær skemmtun fyrir hópa og vinnustaði sem vilja gera sér glaðan dag. Hver á vinnustaðnum skyldi vita mest um G-blettinn? Og af hverju er Guðbjörg í launadeildinni svona fróð um flengingar?


Unaður milli eyrnanna - Hvaða hlutverk hefur heilinn þegar kemur að kynlífi? Kynórar og fantasíur eru stór hluti kynörvunar hjá flestum og við skoðum hvers slags hugsanir koma okkur til. Er til dæmis munur á konum og körlum?

 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com