Heart Girl

Námskeið

Námskeiðið Konur og kynlíf var fyrst haldið árið 2000. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á kynorku, kynsvörun og kynnautn kvenna. Fjallað er um líffærafræði konunnar, lífeðlisfræði kynörvunar, líkamsást, fullnægingu kvenna, G-blettinn, öndun, slökun, kynóra, sjálfsfróun, kynlífsleikföng svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er ætlað konum á öllum aldri, óháð kynhneigð eða hjúskaparstöðu. Námskeiðið fjallar þannig fyrst og fremst um kynferðislegt samband konunnar við sjálfa sig og vellíðan hennar í kynlífi.

Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir. 

Fylgstu með á facebook síðu námskeiðsins. 

Skráðu þig á námskeið

eða

Sendu Röggu tölvupóst til að fá nánari upplýsingar

Umsagnir þátttakenda

 

„Ég leit á kynlíf sem einhvers konar kvöð, en vissi að ég gæti fengið svo miklu meira út úr því. Mér hafði tekist að tengja kynlíf við dramatík og alvarleika, en læknaðist af því á námskeiðinu. Það var ómetanlegt að fá að heyra um reynslu alls konar kvenna og traustið sem skapaðist og samkenndin var frábær.“

 

„Það eftirminnilegasta var að læra um ólíkar tegundir kynlífs. Eitthvað allt annað en ég var vön. Á mettíma tókst henni að ljúka upp augum mínum fyrir undrakimum þessarar hliðar lífsins. Ég held ég hafi satt best að segja aldrei orðið söm! Allt í einu mátti hugsa og gera alls konar. Við höfum val og megum leika okkur. Lostinn í lífi mínu jókst helling því samkvæmt Röggu á kynlíf að vera stuð og skemmtilegt!“

 

„Áður en ég fór á námskeiðið efast ég um að ég hafi rætt kynlífið mitt við nokkra manneskju. Hvað þá kynlífið mitt með sjálfri mér. Ég fékk þor og kraft og hugmyndir til að halda áfram að þroska mig sem kynveru.“

 

„Ég er ófeimin og opin, en samt hafði ég aldrei áður tekið mér tíma til að velta mér upp úr kynlífi. Ég efast um að fólk geri það almennt. Ég lærði svo mikið á námskeiðinu og hef verið óstöðvandi síðan í að fræða vinkonur mínar og dætur um þessi mál. Mikill innblástur.“

 

„Ragga er eins og náin vinkona þín frá fyrstu kynnum. Vinkona sem býr yfir sjúklegri kynlífsvisku sem hún deilir með sér af miklum móð!“

 

„Sjálfsstyrking á allan hátt! Kynlíf hefur áhrif á svo óskaplega margt og hvað er þá betra en fá sér smá einkaþjálfun hjá sérfræðing?“

 

„Allt sem þú þorir ekki að spjalla um í saumó getur þú borið undir Röggu…“

 

„Sem fullvaxta kona hélt ég að ég væri búin að uppgötva sjálfa mig alveg nóg... en ég átti kynferðislega hlutann eftir! Æðislegt að fá stuðning og hvatningu í rétta átt. Ég er farin að hlakka til elliáranna!“

 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com