Hvenær er best að stunda kynlíf?: Hámarksgreddan á mismunandi tíma

March 5, 2018

Kynlíf er oftast skemmtilegt, en það er misjafnt hvenær sólarhringsins við kjósum helst að stunda það. Sumir eru miklir morgunhanar og vilja helst byrja að kela í svefnrofunum á meðan aðrir komast í stuð í skjóli nætur. 

 


Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem breska ástartólafyrirtækið Lovehoney lét gera meðal 2.300 fullorðinna, gagnkynhneigðra einstaklinga er mikill munur á tímanum sem kynin kjósa til ásta. Karlar virðast ástleitnastir milli kl. 6 og 9 á morgnana en konur milli 11 og 2 um miðjan dag. 


Í könnuninni kom í ljós að hámarksgreddu meðal karlmanna var náð kl. 7.54 fyrir hádegi en kl. 11.21 meðal kvenna. Einungis 16% karlanna sögðust kjósa kynlíf rétt fyrir svefninn og 11% kvennanna sögðust finna til mestrar ástríðu á morgnana.

 

Kynlífspressan fór á stúfana og spjallaði við íslenska kynlífsiðkendur um málið. Hér eru nokkur orð sem voru látin falla:

 

„Mér finnst best að gera það á morgnana. Það er eins og 8 tíma forleikur þegar maður hefur sofið í faðmlögum. Slökunin er miklu meiri og nautnin eftir því, þegar maður er varla kominn til meðvitundar.“ (kona, 38 ára)

 

„Ég hef aldrei verið með einhverjar uppáhalds tímasetningar í huga, heldur að nýta tækifærin þegar þau koma. Til dæmis að skreppa í hádegismat þegar krakkarnir eru búnir að vera erfiðir á kvöldin. Svo er rosalega gaman að vakna um miðja nótt og henda í einn.“ (karlmaður, 36 ára)

 

„Mér er nákvæmlega saman hvenær ég stunda kynlíf. Ég er tilbúin hvenær sem er sólarhringsins.“ (kona, 46 ára)

 

„Besti tíminn til að stunda kynlíf er á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Morgunkynlífið er best og það stundar þú með eiginkonunni. Í hádeginu hittir þú viðhaldið í Vesturbænum og kemur svo við í Árbænum á leiðinni heim. Mikilvægt er að stunda morgunkynlífið með eiginkonunni, því þá heldur hún að þú farir saddur að heiman og hefur engar áhyggjur.“ (karlmaður, 41 árs)

Please reload

Our Recent Posts

Kona fer í legnám

May 25, 2019

Fullnægingar kvenna

May 16, 2019

Kyndauði - þegar sambönd kólna kynferðislega

May 16, 2019

1/1
Please reload

Tags

Please reload

 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com