Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Fyrstu skref drottnandi konu

Þegar ég steig mín fyrstu skref sem drottnandi kona voru þau óörugg, hikandi og með dyggri hvatningu þeirra sem standa mér næst. Nú eru liðin nokkur ár og ég finn hvernig ég vex og dafna í þessu hliðarsjálfi mínu og það styrkir mig á allan hátt. Stöku hrútskýringar og karlmenn sem eru vanir að nota stæla til að fá sínu fram hafa núll áhrif á mig. Þegar ég hef mætt karlmönnum sem drottnandi og finn hversu eðlislægt það er mér kippi ég mér ekki upp við stöku frekju eða yfirgang.

Á vissan hátt er þetta einsog að kunna sjálfsvörn! Ég hef hlegið innilega og strítt nöktum titrandi manni sem kyssir hælana mína af áfergju. Það er einsog að hafa fullt vald á skarpasta varnarhöggi í heimi.

Ég veigra mér ekki við að opinbera mig fyrir kynsystrum mínum enda er þetta hliðarsjálf orðinn sjálfsagður hluti af mér sem ég ræði gjarnan. Og margar eru þær konur sem vilja prófa en þora ekki. Svo ég ákvað að setja saman uppástungu fyrir fyrstu skref konu í drottnandi hlutverki!

Æfingin er einföld. Þú þarft sirka klukkustund með karlmanni að eigin vali í barnlausu og áreitislausu umhverfi. Láttu karlmanninn vita að þú ætlir að fá að stjórna. Algjörlega. Í hálftíma. Ekki gefa frekari upplýsingar um hvað muni fara fram því þú þarft rými til að kanna hlutverkið í eigin takti. Bjóddu nú manninum að afklæðast og láttu vita að þú ætlir að binda fyrir augun á honum. Einfalt að nota hér hálstau eða annað mjúkt og langt eins og mittisbandið af morgunsloppnum!

Hvernig þú ert til fara þegar þetta á sér stað er algjörlega undir þér komið. Oft er auðveldara að stíga í drottnandi hlutverk ef þú ert klædd í föt sem gefa þér kraft. Í háum hælum sem þér líður einsog gyðju í. Stuttu pilsi kannski eða síðkjól. Hvernig sem þér finnst þú sjálf vera algjörlega ómótstæðileg til fara.

Þegar þú hefur bundið fyrir augun á honum skaltu biðja hann að leggjast (á teppi eða ábreiðu á gólfinu) og vera alveg þögull. Þú mátt tala en prófaðu að nota ekki endilega orð. Þú átt ekki að róa hann, né þig. Þú átt að kanna. Gefðu þér rými til að ganga hringinn í kringum hann á hælunum. Hann á eftir að vera eins og spenntur fiðlubogi vegna óvissunnar um hvað gerist næst. Og nú átt þú hálftíma til ráðstöfunar! Skoðaðu hann, strjúktu hann undir iljunum. Rannsakaðu bringuhárin. Klíptu í geirvörturnar þar til hann emjar. Sestu ofan á hann af fullum þunga. Hann sér þig ekki, er ekki að fylgjast með eða gagnrýna þig á neinn hátt. Kannaðu hvernig áhrif þetta hefur á þig.

Að hálftímanum loknum (eða fyrr eða síðar ef þú vilt) áttu að öllum líkindum eftir að vera búin að æsa hann svo mikið að þú getur uppskorið áfergjuna sem þú hefur byggt upp. En þú getur alveg eins sett punkt við æfinguna hér og skipt um hlutverk!

Ef æfingin er vel heppnuð fyrir ykkur bæði og þig langar að endurtaka leikinn mæli ég með að þú leyfir þér að ganga aðeins lengra næst. Það er hægt að rannsaka óendanlega margt þegar eitt skynfæri er tekið burtu (sjónin) og hin fá að taka við:

Hlustun; hælar að skella á gólfinu og léttur hlátur þinn eða forvitnisuml þegar þú rannsakar á honum staði sem þú hefur ekki fengið að skoða óáreitt áður.

Skynjun á húð; fingur strjúka létt hér og þar. Klípa jafnvel. Neglur mega renna niður magann og staðnæmast... þar sem þig lystir. Hér má líka leika með ísmola. Nú eða kertavax!

Sársauki; oft er nóg að ýja að sársauka til að það hafi tilætluð áhrif. Ískalt hnífsblað beint úr frysti lagt varlega á viðkvæma staði... taktu hann hreðjataki og gáðu hversu fast þú getur togað áður en hann kveinkar sér.

Leiktu þér en mundu að hlusta vandlega á andardrátt hans og hætta skilyrðislaust ef hann óskar eftir því.


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com