Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Kynlíf á skrifstofutíma: Ráð frá reynsluboltum úr atvinnulífinu

Sumir eru í þeirri aðstöðu að þurfa eða vilja stunda kynlíf á skrifstofutíma. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki, sem þola dagsljósið misvel. Kynlífspressan fór á stúfana og leitaði ráða hjá nokkrum einstaklingum sem hafa mikla reynslu af skipulagi dægrastyttingar af þessu tagi.

Þess ber að geta að flestir sem Kynlífspressan ræddi við um málið höfðu mesta reynslu af að stunda kynlíf með mökum sínum á hótelum, eða kjósa hótel sem ramma utan um skyndikynni: Á sumum hótelum í Reykjavík er hægt að bóka „hvíldarherbergi“ til skemmri tíma. Opinberlega eru þessar bókanir fyrir stuttan svefn en óopinberlega fyrir kynlífsleiki á dagvinnutíma. Styttri bókanir sem þessar eru yfirleitt með 20% afslætti. Það er líka snjallt að nota bókunarvélar eins og hotels.com til að fá gott verð. Veljið stærri hótel. Þar er auðveldara að falla í hópinn og á stærri hótelum er líka hægt að borga strax og yfirgefa svo vettvanginn án þess að koma við í gestamóttökunni. Ef óæskilegt er að gestir sjáist saman er mikilvægt að vita hvort hægt er að komast ferða sinna í lyftum án þess að hafa hótellykil. Þetta er yfirleitt auðveldara á stærri hótelum þar sem allt er krökkt af ráðstefnugestum. Gott er að taka fram við bókun að maður þurfi gott næði til að „sofa“. Þannig fæst herbergi með betri hljóðeinangrun. Hentugt ef vitað er að fundinum muni fylgja hávaði. Að sögn framhjáhaldaranna sem Kynlífsressan ræddi við er þó eftirfarandi atriði kannski mikilvægast, til að standa fagmannlega að verki og tryggja farsæla heimkomu: að taka með sér sturtusápu og sjampó í stað þess að nota það sem hótelið býður upp á.


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com