Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Þess vegna ættu allar konur að stunda sjálfsfróun

1. Sjálfsfróun er kynlíf með sjálfri þér og með henni styrkir þú ástarsambandið við ÞIG. Taktu tíma til að kynnast píkunni þinni, bæði með snertingu og því að skoða hana í spegli.

2. Kona sem stundar sjálfsfróun nýtur betra kynlífs með öðrum. Sjálfsfróun er langbesta leiðin til að skoða hvað virkar fyrir þig og hvaða leiðir þú getur notað til að fá fullnægingu með öðru fólki. Ef þú veist hvað virkar og hvað þú vilt getur þú kennt einhverjum öðrum þær aðferðir. 3. Sjálfsfróun styrkir sjálfsmyndina, bæði líkamlega og andlega. Þegar þú fróar þér ertu að sýna sjálfri þér ást - stunda kynlíf með einhverjum sem þú elskar skilyrðislaust. Líkamleg vellíðan eykur á hamingju og hamingjusöm ertu skemmtilegri og meira sjarmerandi manneskja. Sjálfstraust er öflugasti lostavaki í heimi. 4. Sjálfsfróun er holl fyrir píkuna. Þegar þú fróar þér eykst blóðflæði til ytri og innri kynfæra. Við fullnægingu verður ósjálfráður samdráttur í vöðvum grindarbotnsins sem styrkir þá. Sterkur og heilbrigður grindarbotn minnkar líkur á þvagleka og bætir kynheilsu þína. 5. Sjálfsfróun bætir svefn. Sælu- og slökunartilfinning flæðir um líkamann þegar sæluhormón eins og endorfín og oxytósín losna við fullnæginguna. Hormónin geta hjálpað þér að slaka á, sofna og meira að segja verður svefninn dýpri og betri. 6. Sjálfsfróun styrkir hjartað. Með sjálfsfróun má þjálfa hjartað og bæta blóðflæði líkamans alls. Meira að segja hefur komið fram í nokkrum rannsóknum að konur sem fá það reglulega eru ólíklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma og sykursýki 2. 7. Sjálfsfróun er öruggt kynlíf! Kona verður ekki ólétt af henni og getur ekki smitast af sjúkdómum. 8. Sjálfsfróun minnkar streitu. Þegar þú færð fullnægingu ferðu í náttúrulega vímu - vegna hormónanna sem losna í líkamanum. Sumar rannsóknir hafa bent til þess að sjálfsfróun geti jafnvel minnkað líkur á þunglyndi. Ertu leið? Þá er kannski prýðileg hugmynd að þú elskir sjálfa þig aðeins oftar!


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com