Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Endaþarmskynlíf - „Allt“ sem þú þarft að vita

Endaþarmskynlíf, Hvað dettur þér í hug þegar þú lest orðið endaþarmskynlíf? Losti, forvitni, óbeit, kannski tveir karlmenn að elskast? Endaþarmurinn er kynnæmt svæði og leikur hlutverk í kynlífi alls konar fólks. Hins vegar gætir ýmiss konar misskilnings og ranghugmynda varðandi endaþarmsleiki og því ekki úr vegi að taka þær algengustu og leiðrétta fyrir fullt og allt (eða þannig)!

1. Endaþarmskynlíf er bara fyrir karla sem stunda kynlíf með körlum (og einstaka konur sem skortir sjálfsvirðingu).

RANGT: Vissulega hafa karlmenn enn betri forsendur til að njóta þess að stunda slíkt kynlíf sem þiggjendur þar sem hægt er að örva blöðruhálskirtilinn með besta mótinu gegnum endaþarminn, en alls konar konur njóta þess líka að skilja endaþarminn ekki útundan í kynlífi. Kynhneigðin kemur ekki úr endaþarminum, frekar en miltanu eða hælnum - og við erum öll með kynnæmar taugar á svæðinu. Allir sem hafa endaþarm geta því notið endaþarmskynlífs, þó svo að margir sem hafa endaþarm kjósi að gera það ekki.

2. Endaþarmskynlíf = endaþarmssamfarir.

RANGT: Margir njóta örvunar á endaþarmi með fingrum eða tækjum án þess að tippi komi nokkurn tíma við sögu. Kona getur stundað endaþarmskynlíf með annarri konu með ljómandi árangri fyrir alla hlutaðeigandi.

3. Endaþarmssamfarir eru sársaukafullar.

RANGT: Ekki ef rétt er farið að. Vissulega getur það verið vont ef samskipti eru í lágmarki og ætt áfram í hugsunarleysi. Lykilorðin eru sleipiefni, nægur tími og samtal.

4. Kynlíf tveggja karlmanna inniheldur alltaf endaþarmssamfarir.

RANGT: Fullt af karlmönnum kjósa að stunda endaþarmssamfarir með karlkyns elskhugum sínum, en sumir eru bara ekkert fyrir það - rétt eins og í gagnkynhneigðum kynlífssamböndum. 5. Endaþarmskynlíf er alltaf sóðalegt.

RANGT: Það getur alveg verið sóðalegt, en þarf alls ekki að vera það. Flestu kynlífi fylgja líkamsvessar og allskonar sull, en endaþarmskynlíf hefur á sér sérstaklega slæmt orð vegna þess að ekki verður komist hjá því að losa hægðir út um endaþarminn og hægðabakteríur eru ekki æskilegar nálægt öðrum líkamsopum. Góð latína er að nota smokka bæði á tæki og líkamshluta, og stinga ekki neinu beint úr endaþarmi í leggöng. Einnig er skynsamlegt að henda sér ekki í miklar hamfarir ef maður finnur að númer tvö er á leiðinni, og að sjálfsögðu tryggjum við góða losun endaþarmsins með trefjaríku mataræði. 6. Gaur sem vill stunda endaþarmskynlíf með kærustunni er samkynhneigður í skápnum.

RANGT: Aftur - kynhneigðin kemur ekki úr endaþarminum (þessi mýta er svo lífsseig að það er full ástæða til tvítekningar). Samkynhneigð snýst um að bera tilfinningar til einstaklinga af sama kyni auk losta. Karl sem stundar kynlíf með karli þarf ekki einu sinni að vera hommi - frekar en konur sem njóta af og til kynlífs með öðrum konum þurfa að vera lesbíur.

Nokkrar reynslusögur:

„Mér finnst skipta öllu máli að sá sem er að veita sé fær í því sem hann er að gera. Bæði að gefa sér tíma, undirbúa og beita svo limnum á hátt sem gefur nautn. Ég hef lent í manni með of stóran lim og of klunnalegar athafnir sem leiddu til þess að ég fékk varanlegt sár í endaþarminn. Þarf að passa mig sjúklega vel eftir það og leyfi bara reyndum aðilum (vopnuðum sleipiefni) að komast þangað.

Það kom mér skemmtilega á óvart þegar maður sem ég var að veita endaþarmsörvun með fingrunum á mér „blotnaði“! Honum fannst allt annað að fá örvun frá konu en karlmanni. Sagði að konur væru miklu aðgangsharðari en karlmenn. Það æsti hann svakalega.

Ég hef tekið mann með sameiginlegum dildó, þar sem annar endinn fer upp í leggöngin mín og helst þar. Þá fékk ég skyndilega typpi að leika mér með, og þó ég væri ekki með tilfinningu í því fannst mér geggjað að geta beitt því á elskhuga minn.“

Kona, gift, gagnkynhneigð, fjölkær (42)

„Mér finnst endaþarmsleikir mjög æsandi og nýt þess mjög að hafa þá sem part af kynlífi. Ég er ekki endilega að tala um samfarir í öllum tilfellum, heldur geta fingraleikir verið magnaðir. Til dæmis ef ég er að fróa mér með titrara á sníp og hann stingur fingri upp í endaþarm. Þannig fullnægingar geta verið mjög djúpar.

Það er líka merkilegt að dagsformið virðist skipta öllu máli þegar kemur að endaþarmssamförum og ég hef uppgötvað að stærð limsins er alls ekki það mikilvægasta. Reyndar hef ég átt langbestu endaþarmsmökin með manninum sem er með stærsta liminn af mínum elskhugum. Lykillinn er samspil og samskipti, að gefandinn sé næmur fyrir viðbrögðum þiggjandans og taki tillit.“

Kona, einhleyp, tvíkynhneigð, einkær (44)

„Anal sex var stórt „nó nó“ hjá mér og maðurinn minn fékk ekki að koma þar nálægt lengi vel. Þangað til fyrir um ári síðan að við hjónin vorum stödd á kynlífsklúbb erlendis. Þar vorum við að leika okkur við önnur hjón þegar maðurinn fer að strjúka mér varlega um endaþarmsopið og ég fann nýja strauma fara um líkama minn sem æstu mig upp ég ákvað því að stoppa hann ekki af. Hann strauk um opið og setti fingurinn varlega inn hægt og rólega og ég fann nýja og æsandi tilfinningu fara um mig alla. Það var greinilegt að þarna voru órannsakaðar spennandi taugar sem æstu mig upp. Eftir þetta ævintýri höfum við hjónin aðeins verð að fikra okkur áfram í þessum leikjum og í dag eru þeir hluti af okkar kynlífi.“

Kona, gift, bi-curious, swingari (45)

„Mér finnast endaþarmsmök skemmtileg af því að þau eru svo mikið tabú. Tilfinningin getur verið allt öðruvísi en í venjulegum samförum, endaþarmurinn herpist saman á annan hátt og er skemmtileg tilbreyting. Sterkustu áhrifin eru samt þau hugrænu - að þetta er eitthvað sem er „dónalegt“ og „bannað“ eða ekki… „eðlilegt“ ef það má orða það þannig. Mín reynsla er sú að undirbúningurinn sé lykilatriði enda ekkert gaman að vera með fermingarbróðurinn útataðan í saur. Stundum í hita leiksins byrjar maður að fikta með fingrum og fær jákvæð viðbrögð. Í þeim tilfellum gildir að vera með sleipiefni við höndina og nota bara nóg af því. Fara hægt af stað og ekki vera með mikinn hamagang… í það minnsta til að byrja með. Fylgjast með viðbrögðum og tala nógu mikið saman um hvað sé gott og hvað ekki. Samskiptin skipta öllu máli.

Konan mín er ein af þeim sem er ekki fljót að fá fullnægingar og þegar hún fær fullnægingu þá dugar ein henni (oftast). Þegar ég er að leika við endaþarminn hennar með fingrum eða lim þá er bókað að hún fær fullnægingu en hún er að hennar sögn ekki eins góð og kröftug og við hefðbundnar samfarir. Við höfum líka leikið okkur með strap-on og ég hef fengið fullægingu á meðan konan mín hefur tekið mig í endaþarm. Þá skiptir miklu máli fyrir mig til að njóta mín að ég sé búinn að skola allt kerfið áður en leikur hefst. Saur er ekki skemmtilegur í þessum aðstæðum. Þetta er ekki hluti af því sem við gerum á hverjum degi en þetta kryddar tilveruna og er bara alveg ágætt.“

Karl, giftur, fjölkær, gagnkynhneigður (40) Jæja, í stuttu máli þá höfum við kærastinn haft áhuga að prófa og um tímabil prófuðum við okkur áfram með því að kaupa kynlífshjálpartæki og svona. Við ræddum líka mikið og opinskátt um þetta en það finnst mér mjög mikilvægt, að ræða hlutina. Ég sagði að það sem ég óttaðist var að gjörsamlega kúka yfir allt og ég vildi vera örugg svo ég gæti notið þess almennilega. Við notuðum nokkrum sinnum svokallað „buttplug“ og það var frábært. Prófuðum aðeins samfarir en komumst ekki „alla leið“ - en það var líka geggjað. Planið er að halda áfram að prófa okkur áfram en erum ekki alveg nógu dugleg að vinna í því.

Ég veit ekki af hverju það hefur tekið okkur svona langan tíma kannski er það hræðslan hjá mér að kúka yfir allt!“

Kona, í sambandi, gagnkynhneigð, einkær (26)


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com