Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Gunnar getur fróað sér fyrir framan ókunnugar konur - En ekki eiginkonuna

Hæ Ragga

Ég er hér með svolítið skrítna spurningu. Konan mín hefur stundum beðið mig um að fróa mér fyrir framan hana en ég alltaf sagt nei. Ég veit ekki af hverju því hún gerir það fyrir framan mig. Þegar ég hef farið á strippshow í útlöndum og fengið einkashow þá hef ég fróað mér fyrir framan bláókunnugar konur. Hefur þú einhverja innsýn í það af hverju ég geri það frekar fyrir framan ókunnugar konur en fyrir framan konuna sem ég er giftur?

Bestu kveðjur,

Gunnar

Kæri Gunnar

Konan þín hefði greinilega gaman af því að horfa á þig heltekinn losta í sjálfsfróun og lái ég henni það síst því við konurnar höfum margar mjög gaman af því að horfa.

Prófaðu að biðja hana að útskýra fyrir þér hvers vegna hún vill horfa á þig – kannski æsir það þig til verksins. Þú gætir líka prófað að ímynda þér að hún sé ein af þessum ókunnugu lostakvendum sem þú hefur hitt fyrir í dimmum skúmaskotum striplistaða.

Ástæðan fyrir þessu gæti verið sú að heima hjá þér er kona sem þekkir þig út og inn (eða svona um það bil) og þess vegna ertu mun berskjaldaðri fyrir henni en þessum ókunnugu á striplistöðunum. Hún skiptir þig máli tilfinningalega en þær ekki – þess vegna held ég að þú sért feiminn við hana. Auðvitað getið þið hjónin unnið heilmikið í þessum málum sameiginlega og eflt traustið ykkar á milli. Prófaðu nú að brjóta ísinn með því að spyrja hana hvernig það örvi hana að horfa á þig með tólið hart í hendi.

Gangi þér vel,

Ragga


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com