Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Sæmundur stundar reglulega kynlíf með karlmönnum en er ekki hommi: „Ég hlýt að fá að skilgreina sjál

Sæmundur er 29 ára háskólanemi. Ungur og ævintýragjarn. Þegar hann var 16 ára stundaði hann fyrst kynlíf með karlmanni. „Það var með eldri náunga sem var gay. Ég var þá botn, hann sem sagt reið mér. Mér fannt það fín reynsla, og hún kveikti áhuga.“ Næstu árin var hann við og við með karlmönnum sem hann kynntist gegnum stefnumótasíður og öpp. „Ætli ég hafi ekki hitt karlmann á tveggja eða þriggja mánaða fresti. Það var aldrei neitt flókið, en valt frekar á því hvort ég var á lausu eða ekki.“

Hann segist þó ekki líta á sig sem samkynhneigðan, og heldur ekki tvíkynhneigðan. „Ég lít á kynhneigð mína sem fljótandi. Nokkuð sem getur breyst frá degi til dags. Ég er reyndar týpan sem slær ekkert út af borðinu fyrr en ég hef prófað. Kannski var ég með einhverjar pælingar um kynhneigð mína þegar ég var yngri, en okkur var líka rækilega innrætt að það væru til þrjár kynhneigðir, sam-, gagn- og tvíkynhneigð. Með aldrinum hef ég þó orðið meira og meira streit, konur eru einfaldlega miklu skemmtilegri í umgengni. Auðvitað hef ég fengið að heyra að ég sé hommi og þori ekki út úr skápnum. En þannig upplifi ég sjálfan mig ekki - ég hlýt að fá að skilgreina sjálfan mig. Ég þekki mig betur en einhver annar. “

Sæmundur segist aldrei hafa orðið ástfanginn af karlmanni.

„Fyrir mér hefur þetta alltaf snúist um kynlíf án eftirmála, svo ég hef aldrei nálgast karlmenn á þeirri forsendu að finna ást. Ef ég upplifi löngun í karlmann þá er auðvelt að svala henni - og ég leyfi mér það. Með tilkomu Tinder er kynlíf á þessum forsendum reyndar orðið auðveldara með konum.“

Hann segir muninn á kynjunum þó vera ansi mikinn.

„Þegar um karlmenn er að ræða er nákvæmlega ekkert mál að hittast bara til að ríða - og forsendurnar eru skýrar frá byrjun. Það þarf ekki einhvern söng og dans á undan, og enginn er hræddur við að fá á sig druslustimpil. Stelpur eru yfirleitt ekki tilbúnar að hittast strax til að stunda kynlíf, nema á djamminu - og maður nennir nú ekki alltaf að vera fullur til að geta farið að veiða fullar stelpur. Það væri líka smá krípí að vera edrú og fara út að veiða fullar stelpur. Fólk getur verið svo feimið en svo með áfenginu fara allar hömlur. Þetta er ekki nógu gott.“

Vill helst eldri háruga menn Týpan hans Sæmundar er yfirleitt eldri karlmaður, dálítið hárugur og karlmannlegur. „Reyndar líka kvenlegir yngri strákar. Þetta hefur alltaf verið þannig. Yfirleitt skipta andlitin mig mestu máli, það er mikilvægast að þau séu heillandi. Það er algjör regla hjá mér að vita hvernig viðkomandi lítur út og ég mundi aldrei fara og hitta einhvern án þess. Fyrst er yfirleitt skipst á einhverjum skilaboðum, svo á myndum. Varðandi kynlífið sjálft þá er einhvern veginn einfaldara að sofa hjá karli. Það eru ekki eins margir flóknir líkamshlutar í jöfnunni. Karlmenn eru í 95% tilfella miklu betri í að sjúga tippi en konur, og þeir eru líka opnari og afslappaðri gagnvart tilraunastarfsemi og öðruvísi hlutum. Konur eru miklu meiri teprur í kynlífi, og þurfa lengri tíma til að gera eitthvað krassandi, til dæmis eitthvað sem gæti flokkast undir BDSM.“

Einfaldleikinn á líka við kveðjustundina, og eftirleikinn, segir Sæmundur.

„Með konu verður oft eitthvað vandræðalegt að kveðjast, en þegar kynlífið er búið með karlmanni sem þú kynnist í gegnum app er nákvæmlega ekkert mál að segja bara bless. Það er mjög fínt þegar maður er bara að leita að líkamlegri útrás.“

Kynlífið sem Sæmundur stundar með körlum er líka frábrugðið því sem hann stundar með konum - og ekki bara vegna hins augljósa líkamlega munar. Honum finnst til dæmis ekkert gott að kyssa karla. „Nei ég fíla alls ekki að kyssa karla, en elska að kyssa stelpur. Kúr og kelerí er þannig partur af kynlífi mínu með stelpum en aldrei með körlum. Með karlmönnum vil ég bara ríðing - stundum líður mér þannig.“

Konur og hamlandi félagsmótun

Já það er þetta með félagsmótunina. Hvað er það eiginlega sem hamlar því að konur leyfi sér að sinna kynþörfinni - stunda þessa ágætu leikfimi þegar þörfin knýr að. Við Sæmundur höldum áfram að spjalla á þeim nótum.

„Það er félagsmótunin sem eyðileggur miklu meira fyrir konum. Þeim hefur verið innrætt að þær eigi alltaf að vera að leita sér að maka. Þær leyfa sér ekki að vera kynferðisleg óargardýr, og því síður að það sé í lagi að vera kynferðislega frelsaðar. Druslustimpillinn hræðir þær svakalega. Maður sér þetta líka í kynlífshópum á facebook til dæmis, þar sem 95% meðlima eru graðir karlar með gerviprófíla og af þeim fimm konum sem eru í hópunum eru líklega þrjár að selja sig og tvær greindarskertar.“

Ég bendi Sæmundi á að gleyma mér nú ekki - því ég er augljóslega í mörgum hópanna. En við erum sammála um að hóparnir séu afskaplega lítið lokkandi og allra síst eflandi fyrir konur.

Sumir vinir Sæmundar vita af ævintýrum hans með karlkyns leikfélögum, en út á við er hann gagnkynhneigður og hefur oft átt kærustur. „Stelpurnar sem ég er með vita yfirleitt af þessu og finnst það heillandi. Ef þeim fyndist það ekki ætti ég líklega ekki að vera að eyða í þær tíma.“

Að lokum segist Sæmundur vilja hvetja fólk til að hafa opinn huga gagnvart kynlífi.

„Það getur vel verið að reynslan komi mörgum á óvart. Ég hvet alla til að prufa kynið sem þeir halda að þeir séu ekki hrifnir af. Það er ekkert gaman að halda aftur af sér í einhverri feimni. Miðað við spurningarnar sem ég fæ eru örugglega miklu fleiri áhugasamir en vilja viðurkenna það. Líklega hugsa flestir einhvern tíma um þetta.“


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com