Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Leikar æsast í kynlifsklúbbnum: „Hér dæmir mig enginn og ég fæ að njóta mín í öruggu umhverfi“

Við erum ennþá stödd í kynlífsklúbbnum Fata Morgana í um hálftíma fjarlægð frá Amstedam. Ásta og Einar eru búin að taka góðan snúning í nuddherberginu með öðru pari, og búin að skella sér í hressandi sturtu fyrir næsta leik.

Þeir sem eru ringlaðir núna ættu að byrja á lesa kafla 1 og kafla 2 af frásögninni um heimsóknina í kynlífsklúbbinn með swingerunum Ástu og Einari.

„Vúhú manstu þegar við fórum í kynlífsklúbbinn kúturinn minn?“

Allir í pottinum

Þegar þarna er komið við sögu er líf og fjör í klúbbnum. Við stöndum og spjöllum saman á bakka stóra heita pottarins, en í honum er talsvert af fólki núna. Í hægra horninu fjær mér er ljóshærð kona klofvega ofan á sköllóttum manni, mér sýnist þau bæði vera allsnakin. Hún hreyfist taktfast upp og niður og nokkuð ljóst að þetta ágæta fólk er að hafa samfarir. Tvær konur fljóta um í miðjum pottinum eins og hafmeyjar, þær kyssast af og til, hnoða brjóst hverrar annarrar, og brosa lævíslega til tveggja herramanna sem bíða álengdar við bakkann. Allir eru allsberir. Á bökkum pottarins er einstaka kampavínsglas, og ein kona sem snýr í mig baki. Hún situr gleið á bakkanum og reygir bak sitt - þegar ég kíki aðeins nær sé ég að karlmannshöfuð er ofar vatninu milli fóta hennar og hreyfist ákaft. Konan stynur og lætur sér vel líka.

Sexí núvitund

Ásta og Einar eru horfin upp á loft á vit ævintýranna, og ég ákveð að rölta líka upp rauðteppalagðan stiga með rómó lýsingu. Á móti mér kemur frámunalega vöðvastæltur, lágvaxinn maður á tippinu, og stórglæsileg transkona í glimmerbikiníi. Þau brosa til mín.

Eitt það merkilega við að heimsækja Fata Morgana, var að í klúbbnum eru símar ekki leyfðir. Öll fjarskiptatæki eru skilin eftir í bílum eða læst inni í skápunum sem fylgja aðgöngumiðanum. Allir virða þetta - og eru þar af leiðandi algjörlega viðstaddir. Í stað þess að sitja eða ganga hokin með augu á skjám, horfist fólk í augu, brosir, tengist og heilsast. Þetta er kannski eins og kynferðisleg núvitund.

Ég geng upp á þriðju hæðina þar sem risastóri salurinn með dýnunum er. Þetta gæti verið einhvers konar útgáfa af svefnlofti í Þórsmörk, eða einhverjum skíðaskála, en meira sexí. Hér eru svört lök á risastórum rúmum, veggir dökkrauðir, lýsingin eins og í bíósal á meðan maður er að koma sér fyrir, og lágstemmdar raddir og einstaka stunur hljóma.

Tvö tól og kona

Ég tek mér stöðu í gættinni, en fljótlega er ég boðin velkomin inn af fallegri konu með krullur og tvo menn uppi í rúmi hjá sér. Hún býður mér að setjast á rúmstokkinn. Hoppsasa pa sengekanten! Innar í salnum eru tvær aðrar „hrúgur“... ég þarf að horfa vel til að telja hversu margir eru saman í hvorum leiknum.

Tólin á myndinni tengjast greininni ekki beint

Konan lætur nærveru mína ekki trufla sig og heldur áfram að njóta. Hún er með harðan lim í hvorri hönd og leyfir körlunum tveimur að láta vel að sér með ýmsu móti. Annar einbeitir sér að brjóstum, hinn er í djúpum sleik við hana og aðra höndina á kafi í klofi hennar. Ég tel víst að hann sé að nudda g-blett krullhærðu konunnar. Eftir smá stund horfi ég á konuna fá fullnægingu - hún rekur frá sér óp, fótleggirnir titra, hún sleppir taki af tólum mannanna, og engist um. Það tekur hana smá stund að jafna sig, og á meðan strjúka piltarnir hana blíðlega. Ég horfi yfir til hinna hópanna á meðan. Þar eru mun meiri læti, hold á fullri ferð, taktur og rassaköst.

Þegar ég sný mér aftur að þrennunni er annar maðurinn kominn ofan á konuna og inn í hana. Hann hreyfir sig þétt og rólega. Nú birtist önnur kona í dyrunum - greinilega sú sem hinn karlinn hafði komið með á staðinn. Hún brosir og þau tala saman í hálfum hljóðum. Hún spyr mig hvort þetta sé mitt fyrsta skipti - ég játa. Við eigum notalegt samtal. Þau eru kærustupar, en búa ekki saman. Þau koma mánaðarlega í klúbbinn eins og svo margir sem ég spjallaði við þetta kvöld. „Ég hefði ekki getað stundað þetta þegar ég var gift,“ segir hún.

„Með aldrinum hef ég orðið meiri og meiri kynvera. Núna, fimm árum eftir skilnað, er ég allt önnur manneskja. Ég er öruggari og það sem við gerum hér saman kveikir ótrúlega í mér. Ég fæ að vera ég sjálf. Afslöppuð og klædd eins sexí og mig langar. Hér dæmir mig enginn og ég fæ að njóta mín í öruggu umhverfi.“

Þetta finnst mér fallegt, og ágætis samantekt á því sem flestir á klúbbnum sögðu við mig. Andrúmsloftið er opið og allir eru samþykktir. Fólk kemur saman til að leika sér - í fullorðinsleikjum!

Allt í einu er klukkan orðin fjögur. Ég hitti Ástu og Einar í búningsklefanum, þau eru alsæl eftir vel heppnað kvöld. „Núna erum við aldeilis búin að leggja inn í „rúnkminnið“,“ segir Ásta. „Við eigum eftir að lifa á þessu kvöldi fram að næstu ferð. Eftir tvo mánuði eigum við deit í Osló við fólk sem við hittum fyrst á Fata Morgana. Við ætlum saman á klúbb og gera eitthvað huggulegt yfir helgi.“

Kafli 1

Kafli 2


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com