Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Með Ástu og Einari í kynlífsklúbbi : „Konan ræður ferðinni“ – „Meira kynlíf per fermetra en ég hef á

Við erum komin aftur í kynlífsklúbbinn Fata Morgana, sem stendur við A1 hraðbrautina í Hollandi í um hálftíma fjarlægð frá miðborg Amsterdam. Kvöldið er rétt að byrja.

Fyrir þá sem koma algjörlega af fjöllum er rétt að benda á fyrsta hluta frásagnarinnar.

Eftir skoðunarferð um króka og kima kynlífshússins, fáum við okkur freyðivínsglas og höldum áfram að spjalla í rauðum leðursófa. Ég er opinmynnt og stóreygð, enda er þetta í fyrsta skipti sem ég stíg fæti inn í swingeraklúbb. Það sem kemur mér mest á óvart er hversu huggulegt allt er, hreint og skipulagt. Um staðinn svífur starfsfólk í látlausum svörtum fötum, safnar tómum glösum, þurrkar af borðum, og gætir þess að á leiksvæðum sé nóg af handklæðum, nýjum smokkum, og að sjálfsögðu er passað vel upp á að þeir notuðu lendi í ruslatunnum.

Trúnaðurinn mikilvægur Ég spyr förunauta mína hvernig áhrif swingið hafi haft á félagslíf þeirra og frístundir. Einar verður fyrir svörum. „Þetta er eiginlega alveg búið að taka yfir,“ hann hlær og kyssir Ástu á munninn. „Það má segja að flestir okkar vina nú til dags séu í lífsstílnum. Við vinnum þannig störf að við erum ekki tilbúin til að koma alveg út úr skápnum með þetta gagnvart vinum og kunningjum sem eru ekki í lífsstílnum. Þannig að þetta hefur þróast í þessa átt. Það er miklu þægilegra fyrir okkur að umgangast annað fólk í lífsstílum því þetta er mjög stór hluti af lífi okkar, og með þannig fólki þurfum við ekki að passa okkur eða fela neitt.“

Ásta bætir því við að fáir útvaldir af gömlu vinunum séu meðvitaðir um lífsstílinn. „Einn vinur hans Einars hefur slysast upp í rúm með okkur í tvígang. Svo er annar sem spurði okkur beinlínis, og það var svo sem engin ástæða til að neita.“ Þau útskýra fyrir mér að meðal lífsstílsfólks ríki trúnaður og virðing. „Ef einhver kemur til dæmis inn í íslensku senuna sem virðir ekki trúnað og fer að bera út upplýsingar er strax tekið á því. Viðkomandi er bent á þetta, og væntanlega ekki boðið framar í partí,“ segir Ásta.

Partíin á Íslandi Já, einmitt, það eru reglulega haldin swingerapartí á Íslandi. Aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Ég hafði nú haft eitthvað veður af þeim, en aldrei gerst svo lánsöm að fá boð. Ég ákveð að nota tækifærið í rauða sófanum, og spyrja Ástu og Einar út í þau. „Við höfum reglulega verið með í að skipuleggja partí,“ segir Ásta. „Þau hafa að mestu leyti gengið frábærlega vel. En við höfum með tímanum áttað okkur á að þeir sem eru í þessu af einhverri alvöru er fólkið sem ferðast og sækir klúbbana. Auðvitað er til fullt af pörum sem finnst þetta spennandi og æsandi, en færri sem virkilega stíga inn í lífsstílinn. Í síðasta partíi var til dæmis einn gaur sem kom eftir leik út úr herbergi, benti á mig og sagði „ég ætla að ríða þér næst“. Þetta fannst mér algjörlega síðasta sort, og það er á hreinu að ég mun aldrei koma nálægt þessum manni með priki.“

Í kringum partíin er heilmikið tilstand. Yfirleitt er hótelíbúð leigð og undirbúin vel fyrir viðburðinn. „Það er betra en að gera þetta heima hjá einhverjum. Maður vill ekki vera í sjóðheitum leik með myndir af forfeðrum húsráðenda hangandi yfir sér. Við leggjum pening í púkk, og þeir sem sjá um undirbúning kaupa drykki og veitingar, og gera leiksvæðin smart. Síðast vorum við til dæmis með frumskógarþema í einu herberginu,“ segir Ásta. Hún og Einar eru sammála um að það sé hluti af kikkinu að undirbúa svona viðburði. „Það er svo magnað hvað þetta gerir fyrir kynlífið okkar. Allt í kringum þetta dælir í okkur kynorku - undirbúningur, pælingar, samskipti á netinu, og að tengjast fólki á SDC. Hver klúbbaferð eða partí er þannig í raun margra mánaða dæmi. Fyrst er það tilhlökkunin, og eftir á minningarnar.“

Konan ræður ferð Talið berst núna að því hvernig best sé að nálgast fólk. „Oft spyr fólk þig beint út, hvort þú viljir taka þátt í leik,“ útskýrir Ásta. „Þú átt eflaust eftir að upplifa það í kvöld, því stakar konur eru alltaf mjög vinsælar í þessum aðstæðum. Það er líka hægt að nota augnsamband, eða létta snertingu. Ef þér líst ekki á viðkomandi er einfaldlega hægt að taka höndina af og segja nei takk. Eða bara taka höndina í burtu, brosa til viðkomandi og snúa sér svo að því sem vekur áhuga þinn. Yfirleitt gengur þetta slysalaust fyrir sig. Ef þú hins vegar ákveður að nálgast par, er langbest að ná sambandi við konuna. Það var eitt af því fyrsta sem við lærðum í þessum bransa - konan ræður ferðinni. Ef hún er ekki geim geturðu alveg eins sleppt þessu.“

Eftir hressandi hring á golfvellinum gæti þetta par kannski skellt sér í klúbb. Myndin tengist greininni ekki beint.

Þægileg tónlist hljómar, og þegar ég lít í kringum mig er greinilegt að pör og þrennur eru farin að láta vel hvert að öðru á víð og dreif í rauðu leðursófunum. Ég sný mér við og sé að í sófanum sem snýr baki í okkar situr kona klofvega á manni og hreyfir sig taktfast á meðan hún kyssir aðra konu. Fjórði aðilinn - karlmaður í leðurstuttbuxum - situr við hlið þeirra og horfir brosandi á. Hann kinkar kolli til mín.

Tattúgaurinn og konan Ásta og Einar eru farin að spjalla við fólk sem þau þekkja frá fyrri tíð - enda er þetta líklega í tíunda skiptið sem þau heimsækja klúbbinn. Fljótlega standa þau upp og kinka kolli í átt að efri hæðinni - þau ætla að skreppa upp með vinunum og gamna sér. Ég ákveð að gera tilraun til að eignast nýja vini, og rölti að barnum. Á leiðinni þangað geng ég framhjá söluborðum sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Þarna má festa kaup á ýmiss konar nælon/netabúningum, plastpilsum, pungbindum, rasstöppum og flengitólum. Það getur komið fyrir bestu swingera að gleyma einhverju úr swing-kittinu heima. Ég tek mér stöðu við barinn og fæ mér annað glas af freyðivíni. Ariana Grande hljómar í hátölurum og sexí kona í netakjól, skakar sér á súlunni við fögnuð nærstaddra.

Tattúgaurinn var svolítið þessi týpa - bara minna klæddur

Heltattúveraður, hávaxinn maður með vel útilátið skegg og gullfallega stúlku upp á arminn fangar athygli mína. Ég stend við barinn, hann kinkar til mín kolli og bandar fingri til að gefa mér til kynna að hann fíli tattúin mín. Eftir smá stund er hann kominn upp að hlið mér, og stúlkan líka. Við byrjum að spjalla. Hann hefur orð fyrir þeim. Í ljós kemur að hann rekur tattústofu í Amsterdam, og er aldeilis með íslensku tattúsenuna á hreinu. Talið barst að sjálfsögðu að lífsstílnum. Herra skegg og kærastan eru búin að vera saman í fimm ár. Þegar þarna er komið sögu er hún ekki búin að segja eitt einasta orð, og varla virða mig viðlits. Ég fæ sterklega á tilfinninguna að hún sé annað hvort ósátt við að vera á staðnum, eða að henni lítist mun verr á mig en kærastanum flúraða. Hann skreppur út að reykja og við tvær sitjum eftir á hvítum og krómuðum barstólum. Ég ákveð að reyna að halda uppi samræðum. Í ljós kemur að þau skötuhjú búa í miðbæ Amsterdam, og koma tvisvar í mánuði í klúbbinn. Ég spyr hvort þau séu að öðru leyti í opnu sambandi. Hún ranghvolfir augum, „hann má svo sem gera það sem hann vill.“ Hún segir mér að hann taki þátt í kynlífi í klúbbnum, en hún mjög sjaldan. Hmm, ókei. Ég held að þarna sé komin ágætis staðfesting á því sem Ásta og Einar voru að útskýra. Mér þætti í það minnsta frekar óþægileg tilfinning að fara á fullt með þeim tattúveraða ef hún sæti með krosslagða arma úti í horni ósátt eins og andskotinn. Samband mitt við þetta par verður ekki dýpra að sinni.

Nekt og vinátta Ég held áfram að forvitnast og verð vitni að meira kynlífi per fermetra en ég hef áður gert. Stemmningin er heit - en eftir á að hyggja er það ekki lostinn sem er efstur í minningunni, miklu frekar jákvæðnin, frelsið, og huggulega viðmótið. Þetta var eins og einhverskonar nektar-Hálsaskógur - öll dýrin voru vinir, og nakin.

Stóri potturinn

Næst rekst ég á Ástu og Einar við sturtuklefann og stóra heita pottinn. Ásta er nakin að þurrka á sér hárið, hún er sæl á svip og segir mér að þau hafi átt góðar stundir í nuddherberginu. „Þá er bara að gera sig kláran fyrir næsta leik,“ segir hún og ljómar öll í framan.

Nuddherbergið þar sem Ásta og Einar tóku góðan snúning

Lestu fyrsta hluta hér

Lestu þriðja hluta hér


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com