Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Munngælur - Hvað finnst konum gott?

Munngælur eru eitt af því dásamlegasta sem hægt er að veita konu sem nýtur þeirra. Ekki er víst að allar ástkonur sem verða á vegi ykkar séu fyrir það að þiggja slíkan unað, stundum er ástæðan feimni og möguleiki er að einhver djúpstæð kynferðisleg höft séu til staðar (t.d. sektarkennd, ofbeldisreynsla svo eitthvað sé nefnt). Ólíklegt er að konur sem eru fráhverfar munnmökum muni liggja flatar að tungum ykkar á fyrsta stefnumóti eða ef um skyndikynni er að ræða en það gleðilega er að með vaxandi trausti milli elskenda má yfirstíga flestar hindranir, það sem þarf er þolinmæði, nærgætni og opin samskipti.

Þessi kisi tengist greininni ekki beint

Safi og sápa Hvert skaut er einstakt, það vita elskhugar sem ferðast víða. Snípurinn er misstór á konum, snípshúfan nær mislangt yfir hann, skapabarmarnir hafa sína einstöku lögun, litarraft er ólíkt, hár/hárgreiðsla er mismunandi og hver kona hefur sína lykt. Lyktin af ástarsafanum svala veltur mikið á því hvað konan borðar dags daglega, ávextir, léttvín og sætmeti gefa t.d. sætara bragð. Ef hreinlæti konunnar er ábótavant, hún hefur á klæðum, hefur nýlega haft samfarir eða er á sterkum lyfjum (t.d. sýklalyfjum) má búast við óþægilegri lykt og hörmulegu bragði. Engin þörf er þó á að hamast daglega með sápustykki í skautinu og algerlega er ráðið frá því að reyna að troða sápu (eða sápuvatni) inn í leggöngin, vegna hættu á því að örverujafnvægi slímhúðarinnar raskist og endi í leiðindasýkingum. Best er að þvo kynfærin inn að leggangaopi með nóg af vatni og ef til vill oggoponsulitlu magni af mildri sápu/hreinsilegi þegar líkaminn er laugaður. Restina sér líkaminn sjálfur um, eðlileg útferð hefur nefnilega það hlutverk að hreinsa óæskileg efni út úr kynfærunum.

Hvað vill hún eiginlega? Auk þess að vera svona mismunandi útlitslega hefur hvert skaut sína næmu punkta, hér er snípurinn eina raunverulega haldreipið því allar konur hafa kynnæman sníp. Áður en þið hlaupið til og ráðist opinmynnt á sníp ástkvenna ykkar verð ég þó að flækja málið aðeins meira því það er mjög mismunandi HVERNIG konur vilja að kynfæri þeirra séu örvuð munnlega. Þess vegna er ekki hægt að gefa út algilda handbók elskenda um munngælur heldur aðeins tillögur og ráðleggingar sem hvert par þarf svo að prófa sig áfram með.

Tilraunavinna Þetta er einmitt það sem málið snýst um á endanum. Munngælirinn þarf að finna það út hvað konan kýs helst að þiggja. Eru það hægar þéttar strokur, nart í innri barma, hröð og hörð tunga beint á snípnum eða litlar mjúkar strokur um allt svæðið sem kveikja í henni? Þarna kemur röddin til sögunnar og heilinn sem fastur er við hana. Það er langbest að spyrja ástkonuna hreint út hvað henni finnst gott. Ef hún á erfitt með að tjá sig um málið má auðveldlega beita valaðferðinni: „Hvort finnst þér betra, þetta (t.d. sog á sníp) eða þetta (t.d. mjúk tunga í hröðum hliðarhreyfingum yfir snípnum)”. Ekki má heldur gleyma því að fylgjast með því hvernig viðbrögð gælurnar framkalla. Stynur hún nautnalega meira við eitt en við annað, og hvernig hreyfist líkami hennar? Ef konan hefur ákveðnar skoðanir og gefur ykkur nákvæmar leiðbeiningar má reyna að koma henni á óvart með því að reyna eitthvað nýtt sem hún nefnir ekki til sögunnar og veita henni unað með atlotum sem hún hafði ekki grun um að virkuðu fyrir hana.


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com