Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Dóra og Daníel héldu stærsta swingpartí í Reykjavík

„Ég held örugglega að þetta hafi verið stærsta swingpartíið sem haldið hefur verið á Íslandi til þessa,“ segir sólbrúni myndarlegi maðurinn sem situr á móti mér við eldhúsborðið. Út um gluggann er fallegt útsýni yfir fjallahringinn og sólin skín.

Þessi grein fjallar um swingpartí í Reykjavík - ef þú ert ekki búin/n að lesa fyrri greinina geturðu fundið hana hér. Greinarnar birtust einnig í DV.

Mynd - DV

Ég er mætt í heimsókn til fólks sem við skulum bara kalla Daníel og Dóru - þau heita það að sjálfsögðu ekki, enda vilja þau halda sínu aðaláhugamáli leyndu nema í afskaplega þröngum hópi. Þau eru búin að vera par síðan á unglingsaldri, eiga þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Fólk í góðu formi og á góðum stað í lífinu. Heimilið er bjart og fallegt og þau taka hlýlega á móti mér með kossum og knúsi. Ég fæ kaffi í bolla og sest á móti þeim - þau geisla eiginlega, það er í það minnsta eitthvað meira í gangi en sólin sem skín inn um gluggann.

Kynfrelsi í einbýlishúsi Fyrir skömmu stóðu þau hjónin fyrir partíi í Reykjavík. Þar komu saman um 40 manns í þeim tilgangi að fagna nekt, kynfrelsi og í mörgum tilfellum að stunda kynlíf saman. Þetta var svokallað swingpartí og ykkar einlæg var svo heppin að hlotnast innganga í boðið. Færri komust að en vildu. Gestgjafarnir veittu leyfi fyrir greinaskrifum, vitaskuld að því gefnu að ekki væri hægt að greina persónueinkenni gesta, því flestir sem stunda þetta áhugamál kæra sig lítið um að dragast inn í opinbera umræðu. Þau samþykktu að auki að veita mér viðtal um áralanga reynslu sína af swingheiminum - lífi sem marga dreymir um, en fáir láta rætast.

Púsluðu sambandinu saman á ný „Það eru örugglega 15 ár síðan við fórum að fikta við ýmislegt óhefðbundið í kynlífinu. Bjóða aukaleikurum upp í rúm með okkur og þess háttar. Skömmu áður vorum við komin ansi langt frá hvort öðru og búin að tapa nándinni milli okkar að miklu leyti, unnum eins og skepnur, vorum aldrei heima og komin út í framhjáhald og alls konar rugl,“ segir Daníel. Dóra samsinnir þessu. „Við vorum auðvitað búin að ganga í gegnum ýmislegt eins og öll pör eftir langan tíma, en við náðum að sortera þetta sjálf og púsla sambandinu saman.

Vendipunkturinn átti sér stað í helgarferð þeirra hjóna eitt haustið. Dóra heldur áfram: „Við fórum og gistum bara tvö í litlum bústað. Tókum með okkur rauðvín og nesti. Við ákváðum að setjast niður, tala saman og ekki draga neitt undan. Þarna sátum við fram á nótt á algjöru trúnó og hreinsuðum út gamlar syndir, leyndarmál og óuppgerðar tilfinningar. Við hreinlega mokuðum öllu út og sambandið lagaðist mikið eftir þessa ferð.“ Daníel bætir því við að kannski mætti segja að þau hafi þarna byrjað saman upp á nýtt.

Skömmu eftir örlagaríku nóttina í bústaðnum ljóstruðu vinahjón Dóru og Daníels því upp að þau stunduðu swing, eða væru í lífsstílnum eins og það er oft orðað. Þau ferðuðust mikið og Daníel segir að þau hafi oft spáð í hverju sætti. „Þau fóru til dæmis alltaf á sama tíma til Jamaíka á hverju ári. Þarna komumst við að því að þau fóru aftur og aftur á Hedonism sem er vinsæll staður fyrir swingara og nudista.“ Eitt leiddi af öðru og í dag, rúmlega einum og hálfum áratug síðar má örugglega halda því fram að Dóra og Daníel séu með virkari pörum í lífsstílnum hér á landi.

Þau segja að lykilatriði sé að vera saman í liði og það þýði lítið fyrir pör að stunda swing ef bæði eru ekki í því af fullum hug - þvingun er aldrei sexí. Kannski bara svipað og með hvaða áhugamál sem er… ekki mundi ég nenna að fara átján holur í golfi nema ég hefði brennandi áhuga á því - í fínu lagi að prófa, en ástundun þarfnast áhuga.

Þau leggja líka áherslu á að ónýtt samband verði ekki lagað með því að byrja að swinga.

Yfirtökur og nekt Auk þess að vera virk í senunni hér á landi, halda partí og skipuleggja sumarbústaðarferðir hafa þau ferðast um allan heim tengt áhugamálinu. Eitt af því sem er í boði fyrir swingara eru sérstakar hópferðir sem skipulagðar eru af samfélögum eins og SDC, Swingers Dating Club, netsíðu sem flestir í lífsstílnum hérlendis þekkja vel og nota.

Ferðirnar eru af ýmsu tagi, siglingar, skíðaferðir, ferðir á lífsstílsvæna strandstaði og svokallaðar yfirtökur á hótelum. Dóra og Daníel fara reglulega í ferðir af þessu tagi, stundum tvö og stundum með vinafólki. Daníel segir að ferðirnar séu misjafnar, enda stundi fólk lífsstílinn á ólíkum forsendum. „Það er til að mynda algengt að það komi 2-3 pör saman í svona ferðir og stundi bara kynlíf sín á milli. Aðrir eru komnir til að kynnast fólki og upplifa ævintýri með fleirum. Fyrir okkur snýst þetta um samskiptin og félagsskapinn ekki síður en kynlífið.

Á Desire í Mexíkó höfum við til dæmis dvalið í tvær vikur í senn. Maður stígur út í hitann á morgnana, kviknakinn, kannski með lítið handklæði á öxlinni og er nakinn allan daginn við sundlaugar, á veitingastöðum og úti um allt. Í svona aðstæðum myndast skemmtileg orka milli fólks og fyrir marga er þetta alveg nóg. Að fá útrás fyrir sýniþörfina og horfa á aðra. Við hins vegar erum athafnasöm og stundum mikið kynlíf með flottu fólki í okkar ferðum og boðum.“

Þau staðfesta það sem fleiri hafa sagt mér, að svona ferðir og uppátæki styrki sambandið þeirra á milli og viðhaldi lostanum.

Viðburðastjórinn og graða konan Kynlífsævintýrin eiga þau bæði með pörum og stökum aukaleikurum, aðallega karlmönnum, aðallega svörtum. Dóra kann vel að meta þá. Hún er gefin fyrir konur og karla, og Daníel er alls ekki feiminn við að fleiri karlmenn taki þátt í leiknum.

Hann segist vera viðburðastjórinn í sambandinu og hefur gaman af að koma konu sinni á óvart. „Ég er ekki gaurinn sem horfir á aðra taka konuna mína, heldur er ég með í leiknum. Ég hef oftast samband við mennina sem við bjóðum í rúmið með okkur - stundum án þess að hún viti nákvæmlega hvað er á dagskrá. Einu sinni vorum við stödd á hóteli í Frakklandi og vorum í gufu. Hún lá á bakinu á bekk inni í gufunni kviknakin. Allt í einu gengur vinur okkar inn og setur hendur á brjóstin á henni - beinstífur og til í stuð. Ég hef gaman af því að gleðja konuna mína.“

Kynlífsróla heila helgi Talið berst aftur að partíinu í reykvíska einbýlishúsinu um daginn þar sem kynni okkar hófust. Eftir að fyrri grein mín um kvöldið góða birtist í fjölmiðlum hefur umræðan um lífsstílinn blossað upp í þjóðfélaginu og sitt sýnist hverjum.

Ágætis mælikvarði á áhuga fólks er aukning íslenskra skráninga á samfélagsvefnum SDC sem hefur tekið stökk upp á við.

Kynlífsrólan margumrædda hékk uppi frá föstudagsmorgni fram á sunnudagskvöld og innfluttu nautin (karlmennirnir þrír með limina stóru) fengu hver og einn sitt herbergi - enda heiðursgestir.

„Þegar við erum gestgjafar, og boðið þetta stórt, er alveg ljóst að við þurfum að láta okkar eigin losta í annað sætið,“ segir Dóra. „Við fengum auðvitað helling út úr helginni, en akkúrat á meðan stóra partíið stóð yfir þurftum við að einbeita okkur að mestu að því að allt gengi vel.“

Það er ekki gróðavonin sem knýr þau áfram og fékk þau til að halda gleðskapinn í húsinu stóra. „Það er alveg á hreinu, því þó að hvert par hafi borgað smá aðgangseyri fyrir þátttökuna dugði það ekki fyrir útlögðum kostnaði. Við buðum upp á veitingar og greiddum hluta af ferðakostnaði heiðursgestanna. Einhyrningar (stakar konur) borguðu að sjálfsögðu ekki neitt, enda eftirsóttar með eindæmum. Kannski er ákveðin klikkun að halda svona stórt partí, en við höfum gaman af þessu. Þó svo að þetta hafi verið ótrúlega gaman langar okkur næst að halda minna partí og fá meira út úr því sjálf.“

Í samtali okkar kemur greinilega í ljós að skammt er stórra högga á milli hjá Dóru og Daníel. Um helgina eru þau til dæmis boðin í grill hjá vinafólki sem var í partíinu um daginn. Þau gera ráð fyrir að það kvöld endi í kynlífi!


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com