5 leiðir til að lífga upp á kynlífið

April 30, 2019

 

 1. Fáðu að horfa á hann/hana fróa sér. Að sjá einhvern elska sjálfa/n sig er frábær leið til að komast að því hvers konar snerting virkar og hvað viðkomandi fílar.
   

 2. Spjallið um fantasíur ykkar. Munið að fantasíur eru ekki það sama og raunverulegar óskir. Þó að konan þín hugsi um að vera tekin af kynóðum kolkrabba í leggöng og endaþarm er ólíklegt að hún eigi þá ósk heitasta að það gerist í næstu sjósundferð.
   

   

   

 3. Prófið nýja staði. Já ég veit - það getur verið nógu erfitt að finna stund til að læðast inn í svefnherbergi ef daglega amstrið er mann lifandi að drepa, en reynið samt. Eldhúsgólfið, borðstofuborðið, þvottahúsið… hvert einasta heimili býr yfir fullt af stöðum sem breyta má í lostafulla umgjörð - tilbreytingin verður olía á eldinn ykkar.
   

 4. Horfið saman á erótískar hreyfimyndir. Veljið til skiptis hvað horft er á. Smekkur fólks á erótísku efni getur sagt sitthvað um það sem virkar. Ef þið viljið síður horfa má líka finna ógrynni af erótískum sögum á alnetinu - prófið til dæmis vefinn literotica.com
   

 5. Skiptist á að ráða og hlýða/fylgja. Valdaleikir geta verið skemmtilegt krydd og þurfa alls ekki að vera svo flóknir. Einfaldar skipanir til dæmis um stellingar eða hvort augu eiga að vera lokuð eða opin geta verið örvandi á þann sem hlýðir. Kannski komist þið að einhverju nýju sem ykkur langar að skoða frekar!

Please reload

Our Recent Posts

Kona fer í legnám

May 25, 2019

Fullnægingar kvenna

May 16, 2019

Kyndauði - þegar sambönd kólna kynferðislega

May 16, 2019

1/1
Please reload

Tags

Please reload

 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com