Our Recent Posts

Tags

No tags yet.

Logi minn, karlagirndin er ekki málið!

Hæ Ragga

Það tók langan tíma að safna kjarki til að skrifa þetta bréf til þín. Erindið varðar mál sem fyllir mig skömm og kvíða. Ég er kannski tvíkynhneigður en get ekki hugsað mér að horfast í augu við það. Síðustu fimmtán ár hef ég leyft mér af og til að hitta karlmenn og stunda með þeim kynlíf. Þegar það er afstaðið líður mér hræðilega illa - ég fer heim, reyni að haga mér eðlilega og gleyma þangað til þörfin kviknar aftur. Ég er í sambúð með konu sem hefur varað í 20 ár. Hún veit ekkert. Ragga mér líður ógeðslega illa yfir þessu - hvað á ég að gera?

Með kveðju,

Logi

Hæ Logi

Málið snýst um að þú ert búinn að vera haldandi framhjá konunni þinni í einn og hálfan áratug. Þess vegna líður þér illa. Kynhneigðin kemur málinu ekki við. Jú ókei, það er örugglega glatað að vera heltekinn af skömm yfir kynhneigð öll þessi ár - en hættu fyrst að halda framhjá eða endaðu sambandið með konunni svo þú getir stungið getnaðarlim þínum á þá staði sem þig langar. Margir lifa þannig lífi! Meira að segja innan sambanda, því opin sambönd eru líka til!

Eitt að lokum - ég ræð þér frá því að hrynja á hnén og játa allar syndir þínar fyrir konunni - það kann sjaldnast góðri lukku að stýra. Skömmin er þín og úrvinnslan er þín, ekki dömpa þessu yfir á konuna.

Gangi þér vel kæri vinur,

Ragga


 

Ráðgjöf: sendið tölvupóst til að bóka tíma

©2018 by Ragga Eiríks. Proudly created with Wix.com